Hafðu samband:

[email protected] (+354) 591 4300

Íslenska auglýsingastofan

Bræðraborgarstíg 16

101 Reykjavík

Open in maps

Stofan

Íslenska er litríkt persónugallerí. Við höfum nef fyrir viðskiptum, auga fyrir hönnun og eyra fyrir því sem hljómar betur.

Viðskiptavinir

Íslenska hefur átt því láni að fagna í gegnum tíðina að fá að starfa með fjölmörgum framsæknum og markaðsdrifnum fyrirtækjum úr öllum geirum íslensks atvinnulífs, jafnt stórum sem smáum. Sum hver hafa starfað náið með okkur frá upphafi og mörg önnur um árabil.

Umhverfisstefna Íslensku

– í stuttu máli

 • Við erum meðvituð um mikilvægi þess að standa vörð um umhverfið og stuðla að auknu öryggi.
 • Við veljum rafrænar lausnir til að draga úr notkun á pappír.
 • Við flokkum allan úrgang og endurvinnum það sem hægt er að nýta.
 • Við leitum allra leiða til að draga úr matarsóun og vera umhverfisvæn í innkaupum.
 • Við hugum að heilsuvernd starfsfólks og líðan gesta með góðri hljóðvist, lýsingu, notalegu rými og vinnuaðstöðu sem leyfir breytilega líkamsstöðu.
 • Við höfum umhverfis- og öryggismál í huga í öllum okkar störfum og lítum á það sem órjúfanlegan hluta af þjónustu okkar og ráðgjöf.
 • Við tökum virkan þátt í því með viðskiptavinum okkar að efla samfélagsvitund og umhyggju fyrir umhverfinu.
 • Við sjáum til þess að kröfur um öryggi og tryggingar starfsfólks séu uppfylltar í öllum verkefnum Íslensku.

Jafnréttisstefna Íslensku

– í stuttu máli

 • Við erum stolt af fjölbreyttu, sterku og skapandi starfsliði Íslensku.
 • Við búum starfsfólki heilbrigt og áhugavert starfsumhverfi þar sem allir njóta virðingar og hafa tækifæri til að nýta þekkingu sína og hæfileika.
 • Við bjóðum starfsmönnum gott aðgengi að stjórnendum og eigendum, m.a. með starfsmannasamtölum, í það minnsta einu sinni á ári.
 • Við sjáum það sem mikilvægan hluta af þjónustu okkar að bjóða viðskiptavinum Íslensku upp á fjölskrúðuga reynslu, menntun og hæfileika í starfsliðinu og gætum að kynjahlutföllum og aldursskiptingu í vinnuhópum og verkefnum.
 • Við vinnum í samræmi við lög nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, og kostum kapps um að öðlast formlega staðfestingu á því með jafnlaunavottun.
 • Við líðum ekki áreitni eða einelti á vinnustaðnum.

Hvar erum við?

Bræðraborgarstígur 16 á sér langa og ilmandi sögu sem er jafnframt upphafið að sögu Íslensku.

Hér er sagan öll