Hafðu samband:

[email protected] (+354) 591 4300

Íslenska auglýsingastofan

Bræðraborgarstíg 16

101 Reykjavík

Open in maps

Stofan

Íslenska hefur frá árinu 1988 skrifað söguna með því að kynna vörumerki viðskiptavina á áhrifaríkan hátt. Þessi 30 ár hafa verið fljót að líða enda lifum við fyrir að gera langa sögu stutta, grípandi og áhugaverða.

Í dag er Íslenska í fararbroddi þegar kemur að árangursríku markaðsstarfi — með öflugt tengslanet þvert á landamæri, kynslóðir og tungumál. Það skiptir máli. Viltu fá meira að sjá og heyra?

Hér er sagan öll

Nýr kafli í sögu Íslensku

Nú á haustdögum fluttum við starfsstöðvar Íslensku af Laufásvegi yfir á Bræðraborgarstíg.

Þar höfum við nú komið okkur vel fyrir og hlökkum til að takast á við spennandi og krefjandi verkefni með viðskiptavinum okkar.

Viðskiptavinir

Íslenska hefur átt því láni að fagna í gegnum tíðina að fá að starfa með fjölmörgum framsæknum og markaðsdrifnum fyrirtækjum úr öllum geirum íslensks atvinnulífs, jafnt stórum sem smáum. Sum hver hafa starfað náið með okkur frá upphafi og mörg önnur um árabil.

Við leggjum ríka áherslu á árangur viðskiptavina okkar. Við viljum kynnast þeim vel og nýta styrkleika þeirra til að efla viðskipti þeirra og skapa ný tækifæri.

Við trúum því að grunnurinn að góðri samvinnu við viðskiptavini okkar felist í jafnræði, gagnkvæmu trausti og virðingu með leikgleði og jákvæðan keppnisanda í fyrirrúmi. Þannig viljum við byggja upp sterkt og farsælt viðskiptasamband.

Starfsfólk

Íslenska er litríkt persónugallerí. Við höfum nef fyrir viðskiptum, auga fyrir hönnun, eyra fyrir því sem hljómar betur og tilfinningu fyrir skýrum og kröftugum skilaboðum. Allt þetta hjálpar okkur að tala fyrir munn viðskiptavina okkar og segja sögu þeirra á áhrifaríkan hátt.

Við höfum á að skipa markaðsfólki, hönnuðum, tölvugúrúum, textafólki og hugmyndapennum sem njóta herkænsku ráðgjafa okkar í birtingum og miðlun upplýsinga á samfélagsmiðlum.


Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem maður hefur gaman af. Íslenska er frjósamur jarðvegur nýrra og spennandi hugmynda. Við erum gagnstæðar skoðanir og ólíkur smekkur. Það segir sig sjálft að þetta endar oft með árekstrum og af og til með ósköpum en það er önnur saga. Yfirleitt er útkoman óvænt ánægja sem skilar okkur nýjum sögum sem vekja jákvæða athygli, kátínu og sterkar tilfinningar.

Hér getur að líta söguhetjurnar sem skrifa ferskustu kaflana í sögu Íslensku.

Hvar erum við?

Við erum svo heppin að fá að starfa í fallegu steinhúsi á Bræðraborgarstíg 16 sem á sér langa og ilmandi sögu.

Húsið var upphaflega byggt sem brauðgerð. Fyrstu árin var rekið bakarí og verslun í byggingunni sem seinna meir varð þekkt sem aðsetur bókaútgáfunnar Iðunnar.

Nýja heimilið markar jafnframt upphafið að sögu Íslensku auglýsingastofunnar. Á vordögum árið 1988 voru lögð drög að stofnun Íslensku í fundaraðstöðu bókaútgáfunnar. Í framhaldinu varð Iðunn einn af fyrstu viðskiptavinum hins nýstofnaða fyrirtækis.