Stofan

Við leggjum áherslu á árangur viðskiptavina okkar. Við viljum kynnast þeim vel og nýta styrkleika þeirra til að efla viðskipti þeirra og skapa ný tækifæri.
Íslenska auglýsingastofan var stofnuð árið 1988 og hefur um árabil verið ein stærsta og öflugasta auglýsingastofa landsins. Íslenska er alhliða stofa sem veitir viðskiptavinum heildarþjónustu á sviði markaðsmála. Við viljum byggja öflugt og skapandi markaðsstarf á sterkum faglegum grunni, vandaðri ráðgjöf og markvissum rannsóknum. Við trúum því að vel útfærð markaðsstefna og langtímahugsun séu lykillinn að árangursríku markaðsstarfi.

Viðskiptavinir

Íslenska hefur átt því láni að fagna í gegnum tíðina að fá að starfa með fjölmörgum framsæknum og markaðsdrifnum fyrirtækjum úr öllum geirum íslensks atvinnulífs, jafnt stórum sem smáum. Sum hver hafa starfað náið með okkur frá upphafi og mörg önnur um árabil.   Við leggjum ríka áherslu á árangur viðskiptavina okkar. Við viljum kynnast þeim vel og nýta styrkleika þeirra til að efla viðskipti þeirra og skapa ný tækifæri.   Við trúum því að grunnurinn að góðri samvinnu við viðskiptavini okkar felist í jafnræði, gagnkvæmu trausti og virðingu með leikgleði og jákvæðan keppnisanda í fyrirrúmi. Þannig viljum við byggja upp sterkt og farsælt viðskiptasamband.

Starfsfólk

Á Íslensku starfar fjölbreyttur en samhentur hópur metnaðarfulls fólks sem hefur það að leiðarljósi að búa til einstakt markaðsefni sem styður við markmið viðskiptavina stofunnar. Við leggjum áherslu á fjölbreytta menntun og víðtæka starfsreynslu, opið, sveigjanlegt og hvetjandi starfsumhverfi sem skapar þá umgjörð sem við teljum nauðsynlega til að laða fram það besta í kröfuhörðu skapandi umhverfi.

Hvar erum við?

Íslenska er staðsett við Laufásveg 49-51 í einu fallegasta húsi borgarinnar sem áður hýsti meðal annars breska sendiráðið. Í garðinum við húsið er eitt þekktasta tré borgarinnar, garðahlynur sem var gróðursettur árið 1922, og hlaut titilinn Borgartréð 2014.