Hafðu samband:

islenska@islenska.is (+354) 591 4300

Íslenska auglýsingastofan

Bræðraborgarstíg 16

101 Reykjavík

Open in maps

Kranavatn

Inspired by Iceland

Áskorunin
Íslenska vatnið er okkar dýrmætasta náttúruauðlind. Það er tandurhreint, svalandi og aðgengilegt hvar sem er.
Erlendir ferðamenn gera sér hins vegar ekki endilega grein fyrir þessu og kjósa því margir að koma með vatn að heiman eða kaupa það átappað á plastflöskum.
Þannig stækkar kolefnisfótspor ferðalagsins og meira verður til af plastúrgangi.

Markmiðin
Að undirstrika hreinleika íslenska vatnsins og auka vitund erlendra ferðamanna um að vatnið úr krananum sé drykkjarhæft og gott betur en það. Um leið viljum við sýna Ísland sem spennandi áfangastað að heimsækja.

Hugmyndin
Að breyta kranavatni í Kranavatn — lúxusvörumerki fyrir kröfuharða neytendur sem er umhugað um hreinleika og gæði. Með vel þekktri framsetningu úr heimi gosdrykkja– og áfengisauglýsinga segjum við söguna af því hvaðan vatnið á uppruna sinn og hvernig það endar í krananum.

Útfærslan
Við fengum Georg Leite af Kalda bar til liðs við okkur. Hann er fæddur í Brasilíu, talar reiprennandi Íslensku og alvanur því að kynna vinsæla drykki fyrir sínum gestum. Í samstarfi við Reykjavíkurborg, Isavia, Airbnb, hótel og veitingastaði tryggðum við að vörumerkið Kranavatn yrði áberandi og eftirsóknarverður valkostur, bæði fyrir umhverfið og budduna.