Hafðu samband:

[email protected] (+354) 591 4300

Íslenska auglýsingastofan

Bræðraborgarstíg 16

101 Reykjavík

Open in maps

Skrautbúnar vélar Icelandair

Icelandair

Hjá Icelandair hefur myndast sú skemmtilega hefð að skrautbúa vélar af ýmsum tilefnum. Hugmyndin er að gefa fólki forsmekk af Íslandi um leið og það stígur inn í vél. Þegar 80 ár voru liðin frá stofnun Icelandair varð Vatnajökull fyrir valinu sem innblástur að nýrri vél og til varð fyrsti fljúgandi jökull í heimi. Sprautumálaður sem jökull að utan og blálýstur eins og íshellir að innan. Flugvélin Vatnajökull hefur vakið gífurleg viðbrögð og aðdáun og er sannkallaður sendifulltrúi landsins á erlendri grundu. Við vitum einnig að norðurljósin birtast ekki eftir pöntun. Þess vegna skreyttum við aðra vél Icelandair, Hekla Aurora, með norðurljósunum svo að farþegar ættu meiri möguleika á að sjá ljósin á ferð og flugi.