Inspired by Iceland

Allt frá því að Eyjafjallajökull rauf áratugalanga þögn sína vorið 2010 hefur Íslenska auglýsingastofan unnið að verkefninu Inspired by Iceland fyrir Íslandsstofu í nánu samstarfi við auglýsingastofuna The Brooklyn Brothers á Englandi.

Markmiðið var að kynna land og þjóð fyrir ferðamönnum um allan heim og sýna þeim hvað Ísland hefur fram að færa. Við byrjuðum á því að upplýsa fólk um að öruggt væri að ferðast á Íslandi, þrátt fyrir eldgos. Áherslur þróuðust svo yfir í að auglýsa Ísland sem áhugaverðan áfangastað allan ársins hring.

Frá upphafi hefur verið ljóst að það væri ekki mögulegt að fara hefðbundnar markaðsleiðir til að ná árangri þar sem kostnaður við þær leiðir væri allt of hár. Þess vegna hefur aðal áherslan verið lögð á að útbúa efni og segja sögur sem fjölmiðlar og aðrir áhrifavaldar hafa áhuga á og hjálpa okkur að dreifa boðsskapnum.

Síðustu tvær herferðir hafa snúist um að upplýsa ferðamenn sem vildu vita meira um Ísland. Við byrjuðum á Ask Guðmundur, herferð þar sem fólk gat spurt valda Guðmunda og Guðmundur spurninga sem tengjast þeim landshlutum sem þau eru frá.

Í síðustu herferðinni sem við unnum settum við af stað Iceland Academy, en þar fara áhugasamir ferðamenn í gegnum einföld og skemmtileg námskeið á netinu þar sem áhersla er lögð á ábyrga ferðahegðun á Íslandi.

 

Come and be Inspired by Iceland

Árið 2010 var vefsíðan inspiredbyicleand.com opnuð. Á vefsíðunni gátu bæði Íslendingar og ferðamenn deilt jákvæðum sögum af Íslandi. Markmiðið var að sýna að óhætt væri að ferðast um Ísland þrátt fyrir eldgosið, skilaboðin okkar sögðu: This is not a time to stay away, Iceland is more awake than ever, en hægt var að skoða myndskeið í beinni frá ýmsum stöðum á Íslandi. Haldnir voru tónleikar í Hljómskálagarðinum með helsta tónlistarfólki Íslands ásamt t.d. Damien Rice og Spiritualized, þeir voru sýndir í beinni útsendingu á vefsíðunni.

Euro Effie Awards

ICCA (International Congress and Convention Association)

Lúður ÍMARK

“The Inspired By Iceland campaign is by far and away one of the most
modern and effective digital creative strategies ever – it’s a lesson to us all.”

Alexander Schlaubitz, Effies Chairman of Judges European MD, Facebook


 

2011: Honorary Icelander /Heimboð Íslendinga

Við fengum rúmlega 1.000 Íslendinga til að bjóða ferðamönnum heim til sín. Forsetinn bauð fólki í vöfflukaffi, Mugison hélt tónleika og ráðherra bauð gestum í heitt fótabað. Gerð var stuttmyndin Íslander sem fjallaði um heimboð Íslendinga.

Cannes Lions 2012

Euro Effie Awards

Account Planning Group UK

Institute of Practitioners in Advertising

Diplom Gulltaggen Nordic Challenge

Eldhús

Við byggðum færanlegt 8 m2 veitingahús sem við nefndum Eldhús. Ferðamenn gátu skrifað okkur og beðið um að fá sæti við litla eldhúsborðið. Í desember fluttum við Eldhús á Austurvöll. Þar gátu ferðamenn komið til okkar í ekta íslenska jólastemningu og fengið að smakka íslenskan jólamat eins og hangikjöt og laufabrauð.

Á Iceland Airwaves fluttum við Eldhús á Ingólfstorg þar sem 16 íslenskar hljómsveitir tróðu upp „off venue“ í pínulitla rýminu á fjórum dögum. Við streymdum tónleikunum í beinni á vefsíðu Inspired by Iceland.

Lúður ÍMARK


 

2012: Iceland by Another Name

Við báðum ferðamenn að nefna Ísland upp á nýtt samkvæmt því hvernig þeir upplifðu landið og 25.000 tilnefningar voru sendar inn. Ferðamenn fóru á vefsíðu Inspired by Iceland þar sem þeir gátu sett inn ljósmynd frá Íslandsferðinni sinni og voru beðnir um að nefna landið nýju nafni í leiðinni. Vinningshafinn fékk í verðlaun að fara í hringferð kringum landið, hitta borgarstjórann í Reykjavík og halda sína eigin ljósmyndasýningu.

Cannes Lions 2013


 

2014: Iceland Secrets

Við báðum Íslendinga að segja frá sínum uppáhaldsstöðum á Íslandi sem voru ekki merktir inn á helstu ferðakortin. Við settum svo þessa staði inn á vefsíðu Inspired og buðum ferðamönnum að taka þátt í leik. Vinningshafinn fékk vikuferð til Íslands þar sem hann ferðaðist til þeirra staða sem höfðu verið merktir inn á landakort Inspired by Iceland.


 

2015: Ask Guðmundur

Við völdum 7 Guðmunda og 7 Guðmundur frá mismunandi landssvæðum til að svara spurningum frá útlendingum um Ísland. Herferðin stóð yfir í nokkrar vikur þar sem við tókum upp tæplega 100 myndbönd til þess að svara yfir 1.000 spurningum sem höfðu verið sendar inn á Facebook, Twitter og YouTube.

Í framhaldinu af Ask Guðmundur gerðum við Guðmundur Hangouts. Ferðamönnum var boðið til 7 svæða á Íslandi þar sem Guðmundur eða Guðmunda á því landssvæði sem þeir fóru til leiddu þá um svæðið og fræddu um Ísland.

2 North America Effie Silver Awards

5 Euro Effie Awards

Lúður ÍMARK


 

2016: Iceland Academy

Við settum á fót skóla á netinu fyrir ferðamenn sem eru á leið til Íslands. Tekin voru upp myndbönd til þess að undirbúa þá betur undir komuna til landsins. Fjallað var um hluti eins og hvað skal varast þegar keyrt er á Íslandi, hvernig fatnað skal taka með sér og hið ógleymanlega myndband sem sýndi í smáatriðum hvernig á að þvo sér áður en farið er ofan í íslenska sundlaug.

Lúður ÍMARK