Hafðu samband:

[email protected] (+354) 591 4300

Íslenska auglýsingastofan

Bræðraborgarstíg 16

101 Reykjavík

Open in maps

Sögulegt start

Íslenska varð til á fámennum fundi yfir kaffibolla í steinhúsi við Bræðraborgarstíg árið 1988, þegar auglýsingastofurnar Octavo og Svona gerum við sameinuðust.

Þar leiddu saman hesta sína þeir Jónas Ólafsson, Ólafur Ingi Ólafsson, Kristján Friðriksson, Jón Karlsson og Friðrik Friðriksson. Þessu má líkja við að hellt hafi verið saman olíu og vatni en úr varð engu að síður magnaður orkudrykkur sem greindi stofuna frá öllum öðrum og skipaði henni strax í fremstu röð. Fjöldi viðskiptafræðinga vann náið með viðskiptavinum í framlínu markaðsstarfsins. Það var nýlunda. Þeirra áhrifa hefur gætt allar götur síðan.

1994

Das

Kristján heiti ég Ólafsson

2013

Icelandair

Bættu smá Orlando í líf þitt

1994

Flugleiðir

Út í sól

Verk að vinna

Við trúum því að vel útfærð hugmynd sem byggir á rannsóknum, greiningu og góðu innsæi, sé líklegust til að skila viðskiptavinum árangri. Það er okkar æðsta markmið þótt það sé auðvitað mikil hvatning þegar eftir því er tekið sem vel er gert.

Nói Síríus

Tópas

Íslenska

Áramót

Íslenska hefur í gegnum tíðina unnið til fjölda verðlauna í innlendum jafnt sem alþjóðlegum keppnum. Þeir eru ófáir lúðrarnir sem stofan hefur unnið til í gegnum árin fyrir verk sín á Íslandi.

2003

OG Vodafone

Við erum flottar

Árangurstengd verðlaun eru ekki síður mikilvæg enda eru Effie-gripirnir okkar hafðir í öndvegi og fægðir reglulega. Íslenska er eina auglýsingastofa landsins sem unnið hefur til Effie-verðlauna á erlendri grundu, alls átján talsins á síðustu sjö árum. Þá erum við ekki síður stolt af hinum eftirsóttu Cannes Lions verðlaunum sem Íslenska vann til fyrir Inspired by Iceland herferðina, mest verðlaunuðu ferðaþjónustuherferð á heimsvísu frá upphafi.

Þá hefur Íslenska m.a. hlotið sæmdarheitið Auglýsingastofa ársins í Evrópu í félagi við samstarfsstofuna The Brooklyn Brothers í London en Íslenska tók þátt í stofnun þeirrar stofu árið 2008.

1994

Vörður

Veistu hvað þú átt?

Langtímasambönd

Íslenska hefur átt því láni að fagna að eiga í farsælu og árangursríku viðskiptasambandi við marga af sínum viðskiptavinum um árabil. Fyrir það erum við þakklát.

Samvinna okkar og Málningar hf. spannar allan starfstíma stofunnar. Happdrætti DAS hefur treyst stofunni fyrir markaðs- og auglýsingastarfi frá því í árdaga og viðskiptasambandið við Toyota er komið vel á þriðja áratuginn. Icelandair og Flugfélag Íslands eru söguleg dæmi um áratuga samstarf en öll eiga þessi fyrirtæki það sameiginlegt að hafa náð frábærum árangri á sínu sviði. Sagan sýnir ótvírætt að þegar traust, trúnaður og gagnkvæm virðing ríkir verður sambandið farsælt.

2012

Cintamani

Við þekkjum tilfinninguna

2013

Toyota

Rauði dregillinn

7. September 1988

3. Nóvember 1988

2017

Toyota

Hilux Invincible

2017

Air Iceland Connect

Bókaðu þitt ævintýri fram í tímann

2017

Smáralind

Miðnæturopnun

Sagan heldur áfram

Við á Íslensku eigum núna heima í reisulegu steinhúsi með langa sögu — hinu sama og hýsti stofnfundinn góða. Við hlökkum til að taka vel á móti þér á Bræðraborgarstíg 16 og skrifa söguna áfram um ókomin ár.